Lifðu Betur teymið

Orri Smárason

Orri Smárason, sálfræðingur, vann námsefni Lifðu betur ásamt Sigurði Ólafssyni og sinnir notendastuðningi, auk þess að flytja fyrirlestra og kenna námskeið um sáttar- og atferlismeðferð.

Orri útskrifaðist frá Háskóla Íslands árið 2005. Hann var verkefnisstjóri Aðstoðar við börn með geðrænan vanda á Austurlandi eða ABG-verkefnisins. Einnig hefur hann starfað hjá Reykjavíkurborg og við rekstur eigin sálfræðistofu í Neskaupstað.

Hans aðalstarf nú er á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans en einnig starfar hann í hlutastarfi hjá Háskóla Íslands við rannsóknir á sviði klínískrar barna- og unglingasálfræði og stundakennslu.

Orri hefur sótt fjölmargar ráðstefnur og vinnustofur í sáttar- og atferlismeðferð og tengdum meðferðarnálgunum ásamt því að hafa verið í faglegri handleiðslu hjá erlendum sérfræðingum í notkun meðferðarinnar.

Sigurður Ólafsson

Sigurður Ólafsson, tók þátt í vinnslu námsefnisins með Orra Smárasyni og sinnir notendastuðningi, auk þess að flytja fyrirlestra og kenna námskeið um sáttar- og atferlismeðferð. Hann býður upp á ráðgjöf fyrir einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki. Sjá nánar >>

Siggi er með BA gráðu í félagsfræði frá Háskóla Íslands, MA gráðu í mannauðsstjórnun frá Bournemouth University og diplómu á meistarastigi í fjölskyldumeðferð frá EHÍ og hefur brennandi áhuga á að hjálpa fólki að lifa betur. Siggi hefur sótt námskeið í Sáttar og atferlismeðferð bæði hérlendis og erlendis. Hann hefur einnig iðkað hugleiðslu síðan árið 1993 og hefur sótt hugleiðslukennaranámskeið hjá Zen meistaranum Daizan Skinner Roshi.

Guðný Einarsdóttir

Guðný Einarsdóttir, hjúkrunarfræðingur (M.Sc.), þýddi hluta af hugtökum Sáttar- og atferlismeðferðar yfir á íslensku og kom að uppsetningu og framsetningu námskeiðsins.

Jóna Árný Þórðardóttir

Jóna Árný Þórðardóttir, heldur utan um bókhald og fjármál hjá Lifðu betur. Jóna er með Cand.Oecon gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og er löggiltur endurskoðandi,

Samstarfsaðilar

Esther Ösp Gunnarsdóttir

Esther Ösp Gunnarsdóttir, íslenskufræðingur sá um prófarkalestur, hönnun og uppsetningu vinnu- og lesbókar sem og kynningarefnis.  Einnig sá hún um um verkefnastjórnun á seinni stigum verkefnisins.

Daniel Byström

Daniel Byström, hönnuður, bjó til logo og hannaði heildarútlit Lifðu betur verkefnisins og vefsins.

Ingvi Örn Þorsteinsson

Ingvi Örn Þorsteinsson, leikstjóri og kvikmyndagerðarmaður, gerði kynningarmyndbandið um rútubílsmyndlíkinguna.

Guðjón Birgir Jóhannsson

Guðjón Birgir Jóhannsson, hjá Hljóðkerfaleigu Austurlands sá um myndatöku, klippingu og hljóðvinnslu myndbandsfyrirlestrana.

Avista

Avista sér um uppsettningu, hönnun, forritun og viðhald vefsíðunnar.