Lifðu betur
-
Glímir þú við erfiðar tilfinningar og hugsanir?
-
Vilt þú hafa skýrari forgangsröðun í lífi þínu?
-
Langar þig að gera meira af því sem skiptir þig máli?
Námskeiðið Lifðu betur er byggt á nálgun sem nefnist Acceptance and Commitment Therapy á ensku eða sáttar- og atferlismeðferð á íslensku. Markmið sáttar- og atferlismeðferðar er að bæta líðan, virkni og lífshamingju með því að hjálpa fólki að:
Námskeiðið getur gagnast öllum sem vilja bæta og auðga líf sitt.
Aðgang í 10 vikur að 8 stuttum myndbands-fyrirlestrum sem útskýra sáttar- og atferlismeðferð á einfaldan og aðgengilegan hátt.
Lesbók um sáttar- og atferlismeðferð (32 blaðsíður) sem fer ítarlega í sama efni og kennt er í myndbandsfyrirlestrunum.
Vinnubók með fjölda verkefna og leiðbeiningum um hvernig þú getur látið aðferðir sáttar- og atferlismeðferðar virka fyrir þig.
5 hljóðskrár sem leiða þig í gegnum núvitundaræfingar sem tengjast aðalatriðum sáttar- og atferlismeðferðar.
Lesbók, vinnubók og hljóðskrár getur þú vistað í tölvutæku formi og átt til frambúðar.
Á meðan aðgangur þinn er opinn getur þú sent inn fyrirspurnir til sérfræðinga Lifðu betur í sáttar- og atferlismeðferð.
Kaupa námskeiðSáttar- og atferlismeðferð (SAM) er upphaflega samtalsmeðferð hönnuð af sálfræðingum til að vinna með tilfinningaleg vandamál eins og kvíða og þunglyndi. Yfir 300 klínískar samanburðarrannsóknir hafa sýnt fram á gagnsemi SAM við meðhöndlun fjölbreyttra vandamála. SAM er viðurkennt sem gagnreynt meðferðarúrræði við tilfinningavanda af fjölmörgum fagfélögum og stofnunum, meðal annars af Bandaríska sálfræðingafélaginu (APA). Fræðilegur grunnur SAM kemur frá hagnýtri atferlisgreiningu, hugrænni atferlismeðferð og núvitundarfræðum. Rannsóknir hafa bent til að SAM henti sérlega vel sem netúrræði.
Þú lærir að þó svo að erfiðar hugsanir og tilfinningar verði alltaf hluti af því að vera manneskja þurfa þær ekki að stjórna ferðinni. Þú lærir að bregðast við hugsunum á nýjan hátt og að gangast við tilfinningum þínum án þess að stjórnast af þeim.
1Þú lærir að vera meðvitaðri um líðan þína, hugsanir og langanir án þess að dæma þig eða aðra. Þú lærir að vera meira til staðar, hér og nú, fyrir sjálfa/n þig og þá sem skipta þig máli.
2Þú lærir að skilgreina betur hvað skiptir þig mestu máli og að forgangsraða í samræmi við það. Þú lærir að setja þér markmið og að taka skref í áttina að lífinu sem þú vilt lifa.
3Lifðu betur býður upp á fræðslu og fyrirlestra fyrir hópa, fyrirtæki og félagasamtök. Endilega hafðu samband ef þú hefur áhuga á slíku.
Markmið Lifðu betur ehf er að auka aðgengi almennings að gagnreyndum úrræðum til að bæta geðheilsu, líðan og lífsgæði með hjálp nútímatækni.
Ef þú hefur hugmynd á því sviði eða hefur áhuga á samstarfi við okkur hafðu þá endilega samband.
Lifðu betur hefur hlotið uppbyggingar- og þróunarstyrki frá Sóknaráætlun Austurlands og VIRK starfsenduhæfingarsjóði.